Færsluflokkur: Bloggar

Hinir ósýnilegu

Það er oft sorglegt fyrir fólk í kvikmyndageiranum að lesa um verðlaunahátíðir á síðum/vef moggans á borð við Óskarinn eða Edduna þar sem þeir sem við það starfa að almenningur sjái og heyri í þessu blessaða fræga fólki er ósýnilegt. Já nafnlaust er það og besta falli minnst á það í einni hliðarsetningu hvaða mynd hafi fengið verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku eða bestu klippingu. Nei persónudýrkun og upphafning á "celebrities" - fræga fólkinu er það sem að máli skiptir en ekki það fólk sem er á bak við kvikmyndina, handan við ljómann, að skapa ímynd. Það er bara eins og hver annar verkamaður sem hefur verið fengin til að grafa skurð sem ekki skiptir máli þegar á tjaldið er komið. Þetta er þreytandi.
mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir á Skjá 1

Í vikunni sagði Skjár 1 upp öllu sínu starfsfólki til að forðast hallarekstur sem stjórnendur fyrirtækisins segja að sé óumflýjanleg verði ekki farið í róttækar aðgerðir. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjás 1 kvartar undan því að á ári hverju fái Ríkisútvarpið þriggja milljarða forskot á Skjáinn frá skattgreiðendum og með því fjármagni geti RÚV yfirboðið aðrar sjónvarpsstöðvar við kaup á efni. Einnig undirbjóði RÚV einkareknu stöðvarnar við sölu auglýsinga. í framhaldi af uppsögnunum hefur Skjár 1 hvatt fólk til þess að skrifa undir áskorun á vefsíðu sinni: http://skjarinn.is/ sem segir: "Ég undirritaður/undirrituð skora á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og ríkisstjórn Íslands að leiðrétta þessa skökku samkeppnisstöðu og tryggja þar með veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi." Það hefur legið lengi í loftinu að það verði að laga þær reglur sem gilda um ríkisrekna fjölmiðla. Kannski er sá tími runninn upp núna í miðri kreppunni en nú virðist loksins hafa skapast forsenda fyrir því að þrýsta á endurskoðun útvarpslaga og þá sérstaklega um auglýsingar á ríkisfjölmiðlinum.

Það er mín skoðun að það er löngu tímabært að RÚV verði tekið af almennum auglýsingamarkaði. Á flestum stöðum í heiminum gilda afgerandi reglur um auglýsingar í ríkisfjölmiðlum sem ekki mega stöðu sinnar vegna keppa við einkarekna miðla. RÚV er ekki bara allt lifandi að drepa þegar að þeir undirbjóða auglýsingamarkaðinn í bullandi samkeppni við frjálsa miðla heldur hlaupast þeir líka undan skyldu sinni við íslenska menningu. Til dæmis hvað varðar að sýna vandaðar íslenskar heimildarmyndir í sjónvarpinu sem hingað til hafa ekki haft fastan sýningartíma - "slot" eins og aðrar ríkisstöðvar gera t.d. BBC, DR, CBC og PBS. Til langs tíma tíðkaðist heldur ekki að rjúfa útsendingu efnis á RÚV með auglýsingum en núna með tilkomu RÚV ohf. hefur þetta breyst og aukist. Núna þarf áhorfandinn ekki bara að sætta sig við það að borga skylduáskrift af ríkisfjölmiðlinum - sjónvarpi heldur líka að láta auglýsingar dynja yfir sig einu sinni til þrisvar í hverjum íslenskum dægurmálaþætti sem settur er á dagskrá. Af hverju ekki að skoða hvernig málum er háttað í þeim löndum sem að við miðum okkur oftast við, eins og t.d. Norðurlöndin og endurskoða útvarpslög og þjónustusamning ríkisins við RÚV ohf. Þetta er búið að vera vont ástand allt of lengi og ráðamenn verða að þora að leiðrétta það hið fyrsta ef að það á ekki að fara fyrir fjölmiðlunum eins og bönkunum. Einn ríkismiðill eða þar næst!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband